
Bannon gaf sig fram við alríkislögreglu
Sagður lítilsvirða þingið
Dómsmálaráðuneytið ákærði Bannon fyrir að sýna Bandaríkjaþingi lítilsvirðingu á dögunum eftir að hann neitaði að bera vitni um árás stuðningsmanna Trumps á þinghúsið 6. janúar og neitaði að afhenda skjöl sem beðið var um.
Stephen K. Bannon Indicted for Contempt of Congress
Two Charges Filed for Failing to Honor House Subpoena From Select Committee Investigating Jan. 6 Capitol Breachhttps://t.co/4SxgGiuLNx
— Justice Department (@TheJusticeDept) November 12, 2021
Allt að ársfangelsisdómur og 13 milljóna króna sekt bíður Bannons, sem var áður forstjóri öfgahægrimiðilsins Breitbart. Hann stýrir nú hlaðvarpinu War Room og í þætti sem birtur var degi fyrir árásina á þinghúsið varaði hann við því að „fjandinn yrði laus“ degi síðar.
„Við vinnum að niðurrifi Biden-stjórnarinnar á hverjum einasta degi,“ sagði Bannon við stuðningsmenn á leið sinni inn á skrifstofur alríkislögreglunnar í dag.
Segist njóta friðhelgi
Að mati lögfræðinga Bannons þarf hann ekki að upplýsa um samskipti sín við forsetans á grundvelli reglna um friðhelgi framkvæmdavaldsins. Trump hefur sjálfur hvatt fyrrverandi aðstoðarmenn sína og ráðgjafa til að hafna því að bera vitni á þessum sömu forsendum.