Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Baldvin komst inn á bandaríska háskólameistaramótið

Mynd með færslu
 Mynd: Michael Sc. - FRÍ

Baldvin komst inn á bandaríska háskólameistaramótið

15.11.2021 - 15:36
Langhlauparinn Baldvin Þór Magnússon verður á meðal keppenda á háskólameistaramótinu, NCAA. Þar keppir hann í víðavangshlaupi.

Bald­vin Þór Magnús­son keppti í 10 kíló­metra víðavangs­hlaupi á Great Lakes-svæðismót­inu sem fór fram í Evansville í Indi­ana í Banda­ríkj­un­um um helg­ina. Bald­vin hafnaði í 18. sæti á tím­an­um 30:10,6 mín­út­um og fékk sér­stök svæðis­verðlaun fyr­ir.

Baldvin verður eini fulltrúinn frá Eastern Michigan háskólanum sem keppir á háskólameistaramótinu en keppt verður í Tallahassee í Flórída á laugardag.