Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Herða refsiaðgerðir gegn Hvít-Rússum

14.11.2021 - 21:37
epa09581990 A handout photo made available by Territorial Defense Forces shows Polish soldiers in front of the border fence in Belarus near the Polish-Belarusian border crossing in Kuznica, eastern Poland, 11 November 2021 (issued 14 November 2021). Poland has been struggling to stem the flow of Middle Eastern and African asylum-seekers, refugees and migrants crossing into Poland from Belarus. The Polish government says the migrants have been invited to Belarus by Alexander Lukashenko, the country's president, allegedly under the promise they will be able to live in the EU.  EPA-EFE/IREK DOROZANSKI HANDOUT POLAND OUT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Pólskir hermenn við landamærin að Hvíta-Rússlandi. Mynd: EPA-EFE - TERRITORIAL DEFENSE FORCES
Búist er við því að Evrópusambandið kynni á morgun hertar refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi til að bregðast við stöðunni á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands þar sem þúsundir flóttamanna frá Mið-Asíu og Afríku freista þess að komast yfir landamærin til Evrópusambandsins. Viðbúið er að flugfélög, ferðaskrifstofur og embættismenn sem Evrópusambandið telur ábyrg fyrir straumi flóttamanna að landamærunum sæti öll refsiaðgerðum.

Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, og Vladimir Makei, utanríkisráðherra Hvíta-Rússlands, ræddu í dag um stöðuna á landamærunum. Borrell sagði ástandið óþolandi og að binda yrði enda á það. Makei sagði að frekari efnahagsþvinganir myndu hafa þveröfug áhrif á það sem Evrópusambandið stefndi að.

Í það minnsta tíu flóttamenn hafa fundist látnir við landamærin að sögn mannúðarsamtaka.