Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Þýskir Græningjar með bakþanka

epa09546718 (L-R) Green party (Die Gruenen) co-chairwoman Annalena Baerbock, Green party (Die Gruenen) faction parliamentary manager in the German parliament Bundestag Britta Hasselmann, Greens Member of Parliament Claudia Mueller, Green party (Die Gruenen) faction co-chairwoman in the German parliament Bundestag Katrin Goering-Eckard and German Minister of Finance and Social Democratic Party (SPD) top candidate for the federal elections Olaf Scholz talk during the constituent meeting at the Bundestag in Berlin, Germany, 26 October 2021. The newly elected German Bundestag holds its constituent meeting of Parliament in its 20th electoral period. The meeting will be opened with a speech by the chairman by seniority followed by the election of the President of the Bundestag and the other members of the Presidium, as well as the decision on the agenda of the German Bundestag.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
 Mynd: EPA
Þýskir Græningjar segja að stjórnarmyndunarviðræður í landinu gætu enn siglt í strand þótt þær séu langt komnar. Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálslyndir demókratar eru sagðir á lokametrum viðræðna.

Loftslagsmál í forgang

Robert Haveck, einn leiðtoga Græningja, sagði við fjölmiðla í dag að næsta ríkisstjórn þurfi að setja loftslagsmálin í forgang og takmarka hækkun á meðalhita jarðar við eitt og hálft stig. „Ef okkur tekst ekki að koma okkur saman um það hefur okkur mistekist,“ sagði Haveck.

Jafnaðarmenn fengu 206 sæti í kosningunum í september, 53 sætum meira en í kosningunum 2017. Græningjar fengu 118 sæti og Frjálslyndir demókratar 92.

Samanlagt er þetta nokkuð þægilegur meirihluti sæta á þingi og fastlega er búist við því að Olaf Scholz, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði næsti kanslari. Stjórnmálaskýrendur í Þýskalandi segja afar ólíklegt að flokkarnir þrír nái ekki saman.

Langlíklegasta stjórnarmynstrið

Flokkarnir þrír funda eftir helgi um þann árangur sem hefur náðst í stjórnarmyndunarviðræðum og ákveða næstu skref. Ef viðræðurnar sigla í strand gæti það leitt af sér erfiða stjórnarkreppu enda fáir aðrir augljósir valkostir í stöðunni.

Fráfarandi stjórnarsamstarf hefur enn meirihluta en Jafnaðarmenn myndu án nokkurs vafa vilja kanslarasætið í slíkri stjórn enda fengu þeir fleiri sæti en Kristilegir demókratar. Samkvæmt Reuters er lítill hljómgrunnur fyrir áframhaldandi samstarfi.

Óánægðir með loftslagsviðræður

Græningjar virðast nokkuð óánægðir með gang viðræðna um loftslagsmál. Ummæli Havecks eru nýjasta dæmið um þessa óánægju en í síðustu viku hvatti flokkuri aðgerðarsinna til þess að þrýsta á Frjálslynda demókrata og Jafnaðarmannaflokkinn að samþykkja róttækari áætlun í loftslagsmálum.

Í bréfi Græningja til aðgerðarsinna, sem var lekið til fjölmiðla, sagði að hinir væntanlegu samstarfsflokkar hafi ekki samþykkt nógu metnaðarfullar loftslagsaðgerðir.

 

Þórgnýr Einar Albertsson