Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Útfærsla bóta fyrir brot kirkjunnar tilkynnt í dag

epa08355615 A priest carries a cross during the procession of the Station of the Cross on Good Friday preceding Easter Celebrations at the Catholic Church of Saint Roch (Saint of Doctors and Intercessor of the Plague in the Catholic tradition) in Paris, France, 10 April 2020. Easter and religious celebrations are held without faithful while France is under lockdown in an attempt to stop the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus causing the Covid-19 disease.  EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON  ATTENTION: For the full PHOTO ESSAY text please see Advisory Notice epa...
 Mynd: EPA
Þing 120 kaþólskra biskupa í Frakklandi leggur í dag fram áætlun um bætur til þeirra sem voru fórnarlömb kynferðisbrota presta og starfsmanna um áratuga skeið.

Biskuparnir hafa undanfarna daga fundað fyrir luktum dyrum í borginni Lourdes. Niðurstaða rannsóknarskýrslu sem gefin var út í byrjun október er að starfsmenn kirkjunnar brutu gegn 216.000 börnum allt frá árinu 1950.

Skýrslan rauf þann þagnarhjúp sem umlukið hafði brotin en biskuparnir viðurkenndu ábyrgð kirkjunnar vegna þeirra síðastliðinn föstudag.

Nú er þrýst mjög á kirkjunnar menn að greina frá í þaula hvernig þeir hyggjast bæta fyrir brotin og eins hvaða ráðstafanir kirkjan geri til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.

Skýrsluhöfundar bentu á 45 leiðir til úrbóta og í orðum biskupa hefur komið fram að tillögur þeirra verði nánari útfærsla á þeim. Auk þess er því heitið að allir fái bætur þótt mál teljist fyrnd lögum samkvæmt en fyrstu bæturnar verða greiddar á næsta ári.