Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Talning atkvæða hafin í Níkaragva

epa09570789 Exiled Nicaraguans display the faces of missing persons in their country during a protest through the main streets of San Jose against the presidential elections in their country of Nicaragua, in San Jose, Costa Rica, 07 November 2021. The protestors are against what they believe to be 'fraud' and the electoral 'circus' orchestrated by the President of Nicaragua Daniel Ortega. Several Nicaraguan opposition groups united around the world to repudiate the elections that were held in their country.  EPA-EFE/Jeffrey Arguedas
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Kjörstöðum í Mið-Ameríkuríkinu Níkaragva var lokað á miðnætti að íslenskum tíma. Öruggt þykir að sitjandi forseti Daniel Ortega haldi völdum fjórða kjörtímabilið í röð. Bandaríkjaforseti er afar þungorður varðandi aðdraganda og framkvæmd kosninganna.

Búist er við að niðurstöður liggi fyrir eftir nokkrar klukkustundir en andstæðingar Ortega öttu aðeins kappi við hann að nafninu til. Þau sjö sem talin voru eiga möguleika á að fella Ortega í kosningunum sitja nú í varðhaldi eða eru í útlegð.

Forsetinn fullyrðir að þau séu öll hermdarverkamenn sem ætli sér að grafa undan ríkinu. Stjórnarandstaðan í landinu segir þátttöku hafa verið afskaplega dræma þótt stjórnvöld fullyrði annað.

Fréttir bárust af því að félagar úr Sandinistaflokki forsetans hafi farið hús úr húsi og skipað fólki á kjörstað.

Joe Biden Bandaríkjaforseti staðhæfir að úrslitum kosninganna hafi verið hagrætt löngu áður en almenningur gekk að kjörborðinu. Kosningarnar segir Biden loddaraskap einan og að Ortega og varaforsetinn, eiginkona hans Rosario Murillo stjórni sem einvaldsherrar.

Tveir þriðju þeirra sem tóku nýlega þátt í skoðanakönnun segjast hefðu valið einhvern annan frambjóðanda. Hæst bar nafn Cristiönu Chamorro sem situr nú í stofufangelsi.

Hún er dóttir Violetu Barrios de Chamorro sem hafði betur gegn Ortega í forsetakosningum árið 1990. Forsetinn, fjölskylda hans og helstu bandamenn sæta viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.