Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Helstu andstæðingar Ortega bak við lás og slá

epa09564746 View of posters calling for the freedom of opposition figures detained in Nicaragua as the Nicaraguan organizations in exile made a call not to vote in the Nicaragua elections during a press conference in San Jose, Costa Rica, 04 November 2021. Several Nicaraguan organizations in exile made a call not to vote in the elections on 07 November 'in repudiation' of what they consider to be a dictatorship of President Daniel Ortega, in power since 2007 and who will seek a new reelection.  EPA-EFE/Jeffrey Arguedas
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Forsetakosningar hefjast á morgun sunnudag í Mið-Ameríkuríkinu Níkaragva. Allir helstu andstæðingar Daníels Ortega sitjandi forseta sitja bakvið lás og slá og því hefur alþjóðasamfélagið lýst kosningunum sem loddaraskap af hans hálfu.

Þeir frambjóðendur sem ekki eru í fangelsi hafa flúið land og eru nú í útlegð. 

Patrick Ventrell, sem starfar hjá þeirri deild bandaríska utanríkisráðuneytisins sem fjallar um málefni Mið-Ameríku, segir augljóst að ekkert verði að marka forsetakosningarnar. Talsmenn Evrópusamandsins taka í sama streng.

Ortega, sem er 75 ára, hefur verið forseti óslitið frá árinu 2007 en réði einnig ríkjum í Níkaragva, fátækasta ríki Mið-Ameríku, á árunum 1979 til 1990. Í máli Ventrells kemur fram að allt stefni í að landið verði einræðisríki og við því þurfi að bregðast. 

Mikil mótmæli brutust út gegn stjórn Ortegas fyrir þremur árum, þar sem minnst 300 létu lífið. Nú virðist ekkert geta stöðvað endurkjör hans með eiginkonuna, og varaforsetann Rosario Murillo sér við hlið. 

Þau sjö sem talin voru eiga möguleika á að fella Ortega í kosningunum sitja nú í varðhaldi auk 39 stjórnarandstæðinga. Hið sama á við um ritstjóra eina stjórnarndstöðudagblaðs landsins.

Kosningastjórn hefur bannað allt andóf og athugasemdir við framkvæmd og niðurstöður kosninganna og eins er þremur stjórnmálaflokkum og fjölda borgarahreyfinga nokkur afskipti. 

Fimm etja kappi við forsetann en álitið er að það sé eingöngu að nafninu til. Hver og einn er sagður stuðningsmaður stjórnarinnar. Ekkert alþjóðlegt eftirlit er með kosningunum og talið er að óttinn við ógnarstjórn Ortegas og sinnuleysi togist á í kjósendum.