Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Ramsdale frábær er Arsenal kom sér upp í fimmta sætið

epa09553978 Arsenal goalkeeper Aaron Ramsdale (C) in action during the English Premier League soccer match between Leicester City and Arsenal FC in Leicester, Britain, 30 October 2021.  EPA-EFE/STEPHEN CHUNG EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Ramsdale frábær er Arsenal kom sér upp í fimmta sætið

30.10.2021 - 13:30
Leicester og Arsenal mættust í fyrsta leik tíundu umferðar í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eftir brösuga byrjun hefur Arsenal-mönnum gengið vel upp á síðkastið og þar varð engin breyting á í dag en liðið vann 2-0 og kom sér upp í 5. sæti deildarinnar.

Eftir töp í þremur fyrstu leikjum tímabilsins hefur Arsenal ekki tapað leik í deildinni síðan 28. ágúst þegar liðið lá fyrir Manchester City. Strax á 5. mínútu kom Gabriel gestunum yfir með skallamarki eftir hornspyrnu frá Bukayo Saka. Emile Smith Rowe tvöfaldaði svo forystuna á 18. mínútu. 

Leicester-menn fengu fjölmörg tækifæri til að skora og voru mjög nálægt því rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Aaron Ramsdale varði aukaspyrnu James Maddison glæsilega og varnarmenn Arsenal björguðu svo boltanum á marklínu. Ramsdale kom svo nokkrum sinnum í veg fyrir að Leicester skoruðu og fleiri mörk litu ekki dagsins ljós. Arsenal fer með sigrinum upp í 5. sæti deildarinnar með 17 stig en Leicester er í því tíunda með 14 stig.