Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Reykur frá Geldingadölum en ekkert gos

Gos byrjað aftur 2. júlí 2021.
 Mynd: Landhelgisgæslan - Aðsend mynd
Vegfarendur hafa síðustu daga orðið varir við reyk sem stígur upp frá hrauninu í Geldingadölum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands kannast við hringingar vegna þessa en segir gos ekki hafið á ný, það sé engin aukin virkni eða gosórói. Reykurinn stafi af því að gas streymi enn úr gígnum og hugsanlega geri veður- og birtuskilyrði undanfarinna daga það að verkum að þetta uppstreymi sjáist betur en áður.

 

Gasið getur sem fyrr verið varhugavert þó ekki gjósi, en gildin sem mælst hafa síðustu daga hafa ekki verið há. 

 

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV