Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Fimmfalt fleiri keyptu gistingu í september

29.10.2021 - 14:00
Mynd með færslu
 Mynd: Hreiðar Sigfússon - Aðsend
Fimmfalt fleiri greiddu fyrir gistingu á ýmiskonar gististöðum hérlendis í september, en á sama tíma í fyrra, er fram kemur í nýrri samantekt Hagstofu Íslands. Þrátt fyrir það virðist ferðaþjónusta ekki alveg komin í sama horf og fyrir heimsfaraldurinn, því gistinætur í mánuðinum voru 15% færri en árið 2019. Greiddar gistinætur í nú í september voru 698.000 en á sama tíma fyrra voru þær aðeins 143.000.

Erlendir ferðamenn í miklum meirihluta

Athygli vekur að gistinætur erlendra ferðamanna voru nífalt fleiri nú í september en í fyrra, en þeim fjölgaði um 1525% milli ára.

Íslendingar voru aðeins 27% þeirra sem keyptu sér gistingu innanlands í mánuðinum, eða 97.700. Erlendir ferðamenn voru 267.000.

Flestir á höfuðborgarsvæðinu

Mest var aukning gistinátta milli ára í höfuðborginni, en þær voru rúmlega sexfalt fleiri en í fyrra. Aukningin var mikil í öllum landshlutum, en minnst var hún á norðurlandi, eða tæplega þreföld.