Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

B-seðill í auðum bunka seinkar ekki niðurstöðu

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd, segir að allt kapp sé lagt á að nefndin ljúki störfum í lok næstu viku. Fundur á atkvæði merktu Framsóknarflokki í röngum bunka breyti engu þar um. Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, fann á miðvikudag í bunka auðra seðla og ógildra, atkvæðaseðil þar sem merkt hafði verið við B-lista Framsóknarflokks.

Undibúningskjörbréfanefnd sat á fundi til klukkan hálf fjögur í gær. Nefndarmenn hafa rætt við alla sextán sem kært hafa alþingiskosningarnar fyrir rúmum mánuði. Þá hefur verið rætt við kjörstjórnir og talningafólk. Inga segir að nefndin sé mjög samstíga og áhersla sé lögð á að fara ítarlega yfir málið.