Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd, segir að allt kapp sé lagt á að nefndin ljúki störfum í lok næstu viku. Fundur á atkvæði merktu Framsóknarflokki í röngum bunka breyti engu þar um. Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, fann á miðvikudag í bunka auðra seðla og ógildra, atkvæðaseðil þar sem merkt hafði verið við B-lista Framsóknarflokks.