Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Ísland í riðli með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu

epa09550896 A handout photo made available by UEFA show a view of the UEFA Women's Euro trophy is seen during the UEFA Women's EURO 2022 Final Draw Ceremony on October 28, 2021 in Manchester, Britain, 28 October 2021.  EPA-EFE/Alex Livesey / UEFA HANDOUT (The photograph must only be used for bona fide editorial reporting purposes of the relevant event depicted) HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES/NO ARCHIVES
 Mynd: EPA-EFE - UEFA

Ísland í riðli með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu

28.10.2021 - 15:50
Í dag var dregið í riðla Evrópumóts kvenna í fótbolta, sem fer fram á Englandi næsta sumar. Ísland er í D-riðli ásamt Frakklandi, Ítalíu og Belgíu.

Dregið var í Manchester þar sem mótið hefst á leik Englands og Austurríkis þann 6. júlí á næsta ári. Ísland hefur svo leik þann 10. júlí og byrjar á að mæta Belgíu. 14. júlí mætir Ísland Ítalíu og lokaleikur riðlakeppninnar er gegn Frakklandi þann 18. júlí. Fyrri tveir leikirnir fara fram á velli Manchester City akademíunnar í Manchester og sá þriðji er í Rotherham, sem er 50 kílómetra frá Manchester. Nákvæmir leiktímar verða ákveðnir fljótlega.

Riðlar EM eru svona:

A-riðill:
England
Austurríki
Noregur
Norður-Írland

B-riðill:
Þýskaland
Danmörk
Spánn
Finnland

C-riðill:
Holland
Svíþjóð
Sviss
Rússland

D-riðill:
Frakkland
Ítalía
Belgía
ÍSLAND

Allir leikir mótsins verða sýndir beint á sjónvarpsrásum RÚV og íslenska liðinu verður fylgt eftir á Englandi meðan á mótinu stendur.

Miðasalan hefst í kvöld

Miðasala á mótið hefst í kvöld þegar ljóst er hvaða lið leika hvar gegn hverjum. Þá verður hægt að taka þátt í einskonar lottói þar sem miðasölukerfi UEFA velur af handahófi þá sem geta keypt miða. Á morgun hefst svo miðasala til stuðningsmanna þátttökuliðanna og stendur hún til 11. nóvember. Þar munu stuðningsmenn Íslands þar fá tækifæri til að kaupa miða á leiki íslenska liðsins - í svæði stuðningsmanna Íslands. 

Nánari upplýsingar um miðasölu á mótinu má finna á miðasöluvef UEFA hér.