Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Hertar aðgerðir í Moskvu og nær öllu lokað

28.10.2021 - 15:44
epa08696863 People wearing protective face masks walk on the Red Square in Moscow, Russia, 25 September 2020. According to official information, in the past 24 hours Russia registered 7,212 new cases caused by the SARS-CoV-2 coronavirus infection and 108 coronavirus-related deaths. Moscow authorities advised older people not to go out and not visit crowded public places.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mjög hertar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar tóku gildi í Moskvu, höfuðborg Rússlands í dag. Rétt rúmlega þrjátíu prósent Rússa eru fullbólusettir og hvern dag blasir við sorgleg tölfræði um smitaða og látna. 

Allar stofnanir og fyrirtæki í Moskvu sem ekki veita bráðnauðsynlega þjónustu verða lokaðar næstu ellefu daga. Á sunnudag fer meirihluti landsmanna í vikulangt launað leyfi, skólar og leikskólar verða þá lokaðir og allt er þetta gert til að reyna að hefta mikia útbreiðslu covid í landinu. 

Rússar hafa þróað bóluefni við veirunni sem öllum stendur til boða en eins og staðan er í dag eru aðeins 32 prósent landsmanna þar bólusett.

Sé litið til ríkja í Evrópu er staðan í faraldrinum hvergi verri en í Rússlandi. 1.159 létust síðasta sólarhring vegna veirunnar í Rússlandi og hafa aldrei verið fleiri. Greind smit í gær voru rúmlega fjörutíu þúsund og hafa heldur aldrei verið fleiri.