Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

7,6 milljarða króna hagnaður Íslandsbanka

28.10.2021 - 16:05
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Hagnaður af rekstri Íslandsbanka var 7,6 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Það er mun betri afkoma en á sama ársfjórðungi í fyrra en þá nam hagnaðurinn 3,4 milljörðum. Samanlagt högnuðust stóru viðskiptabankarnir þrír um 23,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi.

Arion banki hagnaðist um rúmlega 8,2 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi og Landsbankinn um 7,5 milljarða. Samanlagt högnuðust stóru viðskiptabankarnir þrír um 23,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi.

Arðsemi eigin fjár Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi í ár var 15,7% á ársgrundvelli samborið við 7,4% á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu bankans sem birt er í Kauphöllinni kemur fram að þetta sé meiri arðsemi en kom fram í fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greiningaraðila.