Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Krefjast þess að forsætisráðherra Súdans verði sleppt

26.10.2021 - 14:45
Erlent · Afríka · Súdan · Valdarán · Stjórnmál
epa09415853 Sudanese Prime Minister, Abdalla Hamdok (R) arrives to hold a press conference, in Khartoum, Sudan, on 15 August 2021 to announce the recent developments of the Prime Minister's initiative 'National Crisis and Transition Issues The Way Forward.' During the press conference, he announced national mechanisms to save the initiative. The initiative is headed by Major General Fadlallah Barma, head of the National Umma Party.  EPA-EFE/MOHAMMED ABU OBAID
Abdalla Hamdok, forsætisráðherra Súdans. Mynd: EPA-EFE
Ríkisstjórn Abdalla Hamdoks, forsætisráðherra Súdans, krafðist þess í dag að hann yrði látinn laus þegar í stað. Hann var handtekinn í gær ásamt fleiri ráðherrum og hátt settum embættismönnum þegar her landsins hrifsaði völdin. Æðsti yfirmaður hersins upplýsti í dag að Hamdok og eiginkona hans væru heima hjá honum og að þeim yrði sleppt þegar um hægðist eftir valdaránið.

Fjöldi fólks hefur í dag og í gær mótmælt aðgerðum hersins. Talið er að allt að tíu mótmælendur hafi verið skotnir til bana í gær og á annað hundrað særðir. 

Að sögn AFP fréttastofunnar hefur öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verið boðað til fundar í dag til að ræða ástandið í Súdan. Valdaránið hefur verið fordæmt víða um heim.