Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Amanda: „Geggjað að fá tækifærið“

Mynd: Mummi Lú / Mummi Lú

Amanda: „Geggjað að fá tækifærið“

26.10.2021 - 22:22
Amanda Jacobsen Andradóttir spilaði sinn fyrsta byrjunarliðslandsleik í sigurleiknum gegn Kýpur í kvöld. Þetta var auk þess aðeins annar landsleikur Amöndu en hún spilaði vel og lagði meðal annars upp eitt mark.

Amanda segir það hafa verið gaman að fá að byrja, sérstaklega í leik þar sem liðið er mikið með boltann og skapar mikið af færum. „Geggjað að fá tækifærið,“ bætir hún við. Amanda segir hópinn hafa tekið vel á móti sér og í honum sé fullt af mjög skemmtilegum stelpum sem séu auk þess allar frábærar í fótbolta. 

Viðtalið við Amöndu í heild sinni má sjá í spilaranum hér efst á síðunni.