Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Aukið traust til heilbrigðiskerfisins eftir COVID-19

25.10.2021 - 18:30
Traust Íslendinga til heilbrigðiskerfisins og getu þess til að takast á við hnattrænar heilbrigðisógnir hefur aukist eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Geirs Gunnlaugssonar, fyrrverandi landlæknis og prófessor emerítus í hnattrænni heilsu við Háskóla Íslands. Þá hafi 95% þátttakenda sagt þau treysti heilbrigðiskerfinu til þess að takast á við hnattrænar heilbrigðisógnir eftir faraldurinn.

Þá rannsakaði hann í tvígang viðhorf landsmanna til þess hvort heilbrigðiskerfi hérlendis réði við alvarlega smitsjúkdóma, fyrst þegar ebólu-faraldur geisaði í Afríku og aftur þegar heimsfaraldur COVID-19 gekk yfir heimsbyggðina.

Þriðjungur hafði efasemdir fyrir COVID-19

„Ég lagði fram spurningakönnun fyrir panel Íslendinga, varðandi hvort þau héldu heilbrigðisyfirvöld og heilsugæslan myndu bregðast rétt við hnattrænni heilbrigðisógn“ sagði Geir. Þá vísar hann til fyrsta hluta rannsóknarinnar árið 2016, þegar faraldur Ebólu geisaði í Vestur Afríku. „Það var þriðjungur sem hafði efasemdir og mjög miklar efasemdir um að heilbrigðiskerfið væri undir þetta búið“ segir.

95% traust eftir heimsfaraldurinn

„Ef maður horfir síðan á það sem gerðist núna eftir Covid, með samskonar spurningar og samskonar orðalag á spurningum, þá kemur í ljós gríðarlegt traust. Af svarendum sögðu 95% í þau væru bara mjög ánægð með viðbrögðin“ sagði Geir. „Traust til Heilsugæslunnar hefur líka aukist borið saman við það sem var fyrir“.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Geir í Síðdegisútvarpinu í spilaranum hér að ofan.

Olofre's picture
Ólöf Rún Erlendsdóttir