Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

West Ham upp í 4. sæti með sigri á Tottenham

epa09543618 West Ham United's Aaron Cresswell (L) and team mate Declan Rice celebrate their win after the English Premier League soccer match between West Ham United and Tottenham Hotspur at the London Stadium in London, Britain, 24 October, 2021.  EPA-EFE/ANDY RAIN EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - EPA

West Ham upp í 4. sæti með sigri á Tottenham

24.10.2021 - 15:12
West Ham fór upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag með 1-0 sigri á Tottenham. Leicester lyfti sér upp í 9. sæti með 2-1 sigri á Brentford.

Michail Antonio skoraði sigurmarkið á 72. mínútu í þessum mikilvæga sigri fyrir West Ham sem er nú með 17 stig, tveimur stigum ofar en Tottenham. Þetta er besta upphaf knattspyrnustjórans David Moyes síðan tímabilið 2004-2005 þegar hann stýrði Everton.

Leicester fór upp í 9. sæti með 14 stig eftir 2-1 sigur á Brentford. James Maddison skoraði sitt fyrsta mark síðan í febrúar og það reyndist sigurmarkið á 73. mínútu. Youri Tielemans kom Leicester yfir á 14. mínútu en Mathias Jorgensen jafnaði fyrir Brentford á 60. mínútu áður en Maddison skoraði markið sem skildi liðin að. Brentford er með 12 stig í 12. sæti.