Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Vopnaðir mótmælendur við landamæri Þýskalands

epa09011810 Members of the Federal Police check cars at the border crossing at the German-Czech border near Schirnding, Bavaria, Germany, 14 February 2021. Germany has reintroduced border controls from the Czech Republic and Austria due to the increasing number of cases of the coronavirus mutations.  EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS
 Mynd: EPA - RÚV
Þýska lögreglan leysti upp mótmæli hægri öfgamanna í landinu í dag, sem höfðu tekið sér stöðu við landamæri Póllands. Mótmælendurnir voru um 50 talsins og voru vopnaðir piparúða, kylfum og sveðjum, er fram kemur á vef Breska ríkisútvarpsins. Hópurinn er talinn hafa tengsl við ný-nasísk stjórnmálaöfl í landinu, sem hafa talað fyrir lokun landamæra. Við landamærin spruttu svo upp önnur mótmæli, þar sem saman komu mannréttindahópar og mótmæltu nasískri hugmyndafræði.

Þjóðverjar sendu í kjölfarið 800 lögreglumenn til vöktunar við pólsku landamærin, en þar voru fyrir hundruð lögreglumanna á vakt allan sólarhringinn. Nokkuð hefur fjölgað í hópi flóttamanns sem leita yfir landamæri Þýskalands. Stór hluti þeirra er sagður koma frá Hvíta-Rússlandi og Póllandi.

Lögregla gerði vopn mótmælendanna upptæk og vísaði þeim burt af svæðinu. Þýsk yfirvöld segjast ekki standa til að loka landamærum við nágrannaríki þeirra.