Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Vill að Arabaríki hætti eðlilegum samskiptum við Ísrael

epa09542985 A handout photo made available by the Iranian supreme leader office shows, Ayatollah Ali Khamenei speaking during a meeting with members of the participants in an Islamic unity conference, in Tehran, Iran, 24 October 2021. According to the leader official website, Khamenei said that Palestine is the main topic for Islamic countries and those Islamic countries who have normalised their relations with Israel should return from that and help Palestine.  EPA-EFE/HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - IRANIAN SUPREME LEADER OFFICE
Þau Arabaríki sem hafa tekið upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael eru syndug og ættu að snúa af villu síns vegar. Þetta segir Ali Khamenei erkiklerkur, æðstur valdamanna í Íran.

Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein, Súdan og Marokkó tilkynntu öll um þessa stefnubreytingu í garð Ísraels á síðasta ári. Fram að því áttu aðeins Egyptaland og Jórdanía í eðlilegum stjórnmálasamskiptum við Ísrael. 

Donald Trump þáverandi Bandaríkjaforseti gerði sættir Ísraela og Arabaríkja að meginmarkmiði utanríkisstefnu sinnar undir lok valdatíðar sinnar. Khameinei sagði í ávarpi í morgun að ríkin hefur augljóslega gert mistök. 

„Ríkisstjórnir gerðu alvarlega skyssu með því að koma á eðlilegum samskiptum og eru því syndugar, því ættu þær að snúa ákvörðun sinni við og bæta fyrir mistökin“ sagði Khameini.

Hann kvað ákvörðunina rjúfa samvinnu múslímaríkja og kallaði Ísraelsstjórn öllum illum nöfnum. Khameini fullyrti jafnframt að héldist eining múslímaríkja tryggði það farsæla lausn Palestínudeilunnar. 

Erkiklerkurinn flutti ávarp sitt í tilefni hátíðisdags múslíma sem fagna fæðingardegi spámannsins Múhammeðs. Allt frá byltingunni 1979 lítur klerkastjórnin í Íran á sig sem helsta talsmann málstaðs Palestínumanna. 

Hörð orðaskipti hafa verið milli Íran og Ísrael undanfarið vegna kjarnorkusamnings Írans við vesturveldin. Íranir hafa lengi sakað Ísreala um að standa að baki skemmdarverkum sem unnin hafa verið á kjarnorkuverum. 

Ali Shamkhani öryggisráðgjafi ríkisstjórnarinnar hótaði Ísraelsmönnum í morgun hörðum viðbrögðum létu þeir af hótunum sínum um árásir á kjarnorkukerfi landsins.