Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Liverpool niðurlægði Man Utd á Old Trafford

epa09544008 Liverpool's Mohamed Salah (L) celebrates after scoring the 5-0 lead during the English Premier League soccer match between Manchester United and Liverpool FC in Manchester, Britain, 24 October 2021.  EPA-EFE/PETER POWELL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Liverpool niðurlægði Man Utd á Old Trafford

24.10.2021 - 17:29
Mohamed Salah skoraði þrennu þegar Liverpool burstaði Manchester United 0-5 í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. VAR ógilti mark sem Cristiano Ronaldo skoraði fyrir United sem missti svo Paul Pogba út af með rauða spjaldið 15 mínútum eftir að hann kom inn á af varamannabekknum.

Það tók leikmenn Liverpool ekki langan tíma brjóta ísinn á Old. Gestirnir tættu í sig lélega vörn heimamanna strax á 5. mínútu og Naby Keita skoraði fyrsta markið eftir undirbúning Salah. Á 13. mínútu jók Diogo Jota forystuna í 2-0 eftir klaufagang Harry Maguire og Luke Shaw í vörn Man Utd. Þá var komið að Salah að byrja að safna í þrennuna.

Salah skorar í tíunda leiknum í röð

Vörn Man Utd var áfram úti á þekju og Egyptinn kom Liverpool í 3-0 á 38. mínútu og hefur Salah nú skorað í tíu leikjum í röð. Áfram hélt niðurlægingin og leikmenn Man Utd virtust hættir að veita mótherjanum samkeppni. Salah bætti öðru marki við á fjórðu mínútu viðbótartíma fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik var 0-4.

Það versta í sögu Man Utd?

„Þetta hlýtur að vera versti hálfleikur sem Manchester United hefur leikið í sögu félagsins," sagði Chris Sutton, fyrrverandi framherji í ensku úrvalsdeildinni í umfjöllun BBC um leikinn.

Vont versnaði

Seinni hálfleikur hófst svo eins og sá fyrri og Liverpool skoraði strax á 49. mínútu þegar Salah náði þrennunni og kom Liverpool í 0-5. Cristiano Ronaldo náði hins vegar að svara fyrir Man Utd þremur mínútum síðar þegar hann skoraði mark sem á endanum var dæmt af vegna rangstöðu. Lengi getur vont versnað og á 61. mínútu var Paul Pogba rekinn af velli með beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu á Naby Keita. Pogba hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik og náði því 15 mínútum á vellinum áður en hann var rekinn út af.

Liverpool aftur upp í 2. sæti

0-5 urðu lokatölur og með sigrinum endurheimti Liverpool 2. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 21 stig, einu stigi á eftir toppliði Chelsea. Man Utd er í 7. sæti með 14 stig.

Man Utd hefur aðeins fengið eitt stig af síðustu 12 mögulegum og knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær þykir valtur í sessi.

Tengdar fréttir

Fótbolti

West Ham upp í 4. sæti með sigri á Tottenham