Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

James Michael Tyler er látinn

FILE - American actor James Michael Tyler poses for a portrait on Wednesday, Nov. 14, 2012, in New York. Tyler, the actor known widely for his recurring role as Gunther on “Friends,” died Sunday, Oct. 24, 2021, at his home in Los Angeles from prostate cancer. He was 59. (Photo by Carlo Allegri/Invision/AP, File)
 Mynd: AP

James Michael Tyler er látinn

24.10.2021 - 23:06

Höfundar

Bandaríski leikarinn James Michael Tyler er látinn, 59 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem kaffibarþjónninn Gunther í sjónvarpsþáttunum vinsælu Friends. Tyler greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2018, sem síðar dreifði sér í beinin. Hann lætur eftir sig eiginkonu.

Fréttastofa BBC hefur eftir tilkynningu umboðsmanns hans að hann hafi andast á heimili sínu í Los Angeles í morgun. Tyler var ófeiminn við að deila veikindasögu sinni, og hvatti til þess að allir sem eru með blöðruhálskirtil láti taka úr sér blóðprufu um eða eftir fertugt.

Þó persónan Gunther fengi ekki jafn mikinn tíma á skjánum og vinirnir sex í Friends eignaðist hann stóran aðdáendahóp meðal áhorfenda. Vonlausar tilraunir hans til þess að ná athygli Rachel Green, sem Jennifer Aniston lék, urðu rauður þráður í gegnum þáttaraðirnar. Hann kom fram í alls 150 þáttum af Friends. Tyler tók þátt í endurfundum vinanna í síðasta mánuði, þar sem hann minntist áranna tíu við tökur á þættinum sem þeim minnisstæðustu í sínu lífi. Hann gæti ekki ímyndað sér skemmtilegri reynslu og það hafi verið unun að því að vinna með öllum.

Tyler hélt áfram að koma fram á meðan hann gekkst undir meðferð við krabbameininu. Hann lék aðalhlutverkið í tveimur stuttmyndum, The Gesture and the Word og Processing.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Vinirnir sem upphefja heimsku og fordóma

Sjónvarp

Vinirnir sameinast á ný