Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Ellefti sigur Jin Young Ko á LPGA

epa09542808 Ko Jin-young of South Korea is sprayed with champagne by her caddie after winning the BMW Ladies Championship at LPGA International Busan in Busan, some 450 kilometers southeast of Seoul, South Korea, 24 October 2021.  EPA-EFE/YONHAP SOUTH KOREA OUT
 Mynd: EPA-EFE - YNA

Ellefti sigur Jin Young Ko á LPGA

24.10.2021 - 22:27
Spennan á lokadegi BMW ladies meistaramótinu á LPGA-mótaröðinni í golfi var afar mikil og réðust úrslitin í bráðabana. Keppt var í Suður-Kóreu og eftir þriðja hringinn í gær voru fjórir suður-kóreskir kylfingar í efstu fjórum sætunum.

Hee Jeong Lim var efst með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn en Yin Young Ko lék afar vel á lokadeginum og þegar hún paraði 18. og síðustu holuna var ljóst að þær Ko og Lim væru á leið í bráðabana, báðar voru þær samtals á 22 höggum undir pari. Lim lék fyrstu holu bráðabanans á pari en Ko fékk fugl og tryggði sér þar með sinn 11. sigur á LPGA-mótaröðinni.

epa04971599 International team member Hideki Matsuyama of Japan, reacts on the eight green after missing his bunker shot during the third day Four Ball matches of the 2015 Presidents Cup at Jack Nicklaus Golf Club Korea in Incheon, west of Seoul, South
 Mynd: EPA

Öruggur sigur Matsuyama á PGA

Sama spenna var ekki uppi á teningnum hjá körlunum á móti helgarinnar á PGA-mótaröðinni. Þar tryggði Japaninn Hideki Matsuyama sér sigurinn á heimavelli á 15 höggum undir pari samanlagt, fimm höggum á undan þeim sem næstir voru. Sigur Matusuyama um helgina var hans sjöundi á PGA-mótaröðinni.