Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

26 smit í Kína og Wúhan maraþoninu frestað

epaselect epa09528148 Participants start during the TCS Amsterdam Marathon in Amsterdam, The Netherlands, 17 October 2021. The 45th edition was postponed for a year due to the coronavirus pandemic.  EPA-EFE/OLAF KRAAK
 Mynd: EPA

26 smit í Kína og Wúhan maraþoninu frestað

24.10.2021 - 11:38
Wúhan maraþoninu í Kína sem fram átti að fara í dag var frestað með skömmum fyrirvara vegna ótta yfirvalda af fjölgun kórónuveirusmita í landinu. 26 ný smit greindust í Kína í dag.

26 þúsund hlauparar voru skráðir til keppni í heilu og hálfu maraþoni og fá þeir þátttökugjaldið endurgreitt. Afar strangar reglur eru í Kína þegar kemur að kórónuveirusmitum enda varð fyrst vart við Covid-19 í borginni Wúhan undir lok árs 2019 áður en heimsfaraldurinn braust út.

Á miðvikudaginn verða eitt undrað dagar þangað til Vetrarólympíuleikarnir hefjast í Peking og hafa yfirvöld miklar áhyggjur í hvert sinn sem fjölgun verður á smitum. Reglulega eru gerðar hópskimanir og útgöngubann er á afmörkuðum svæðum þar sem við á.

26 ný smit greindust í Kína í dag og þrátt fyrir þessa lágu tíðni í samanburði við margar aðrar þjóðir vilja Kínverjar ekki taka neina áhættu vegna Vetrarólympíuleikanna. Fertugasta Peking maraþonið á að fara fram um næstu helgi og óttast er að því verði einnig frestað en yfirvöld vildu ekkert tjá sig um það í dag.

 

Residents line up to be tested for COVID-19 in Wuhan, central China's Hubei province Tuesday, Aug. 03, 2021. The coronavirus’s delta variant is challenging China’s costly strategy of isolating cities, prompting warnings that Chinese leaders who were confident they could keep the virus out of the country need a less disruptive approach. (Chinatopix via AP)
Biðröð eftir skimun á einni af 2.800 skimunarstöðvum í Wuhan í liðinni viku.  Mynd: AP
Reglulega eru gerðar hópskimanir í Wúhan og útgöngubann er á afmörkuðum svæðum þar sem við á.