Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Tvær hnífaárásir í Þrándheimi í kvöld

23.10.2021 - 22:44
Mynd með færslu
 Mynd: Bjørn Alexander - NRK
Tvær hnífaárásir voru gerðar í Þrándheimi í kvöld. Önnur árásin var gerð í Møllenberg hverfinu og hin í Ila. Sá sem varð fyrir árásinni í Møllenberg er alvarlega slasaður. Bæði fórnarlömbin voru flutt á St. Olavs sjúkrahúsið í Þrándheimi.

Maðurinn sem grunaður er um að hafa framið árásina í Ila var handtekinn, en árásarmaðurinn í Møllenberg gengur enn laus. Lögregla sagði í samtali við norska ríkisútvarpið að hún telji að árásirnar tengist ekki.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV