Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Nýtt delta-plús afbrigði smitast mögulega enn hraðar

epa09240739 A man enters a Covid-19 vaccination centre in London, Britain, 01 June 2021. The UK government is pushing ahead with its vaccination program in its fight against the Delta variant that continues to spread across England. The UK government plans to lift lockdown restrictions completely 21 June.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Nýtt stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar sem einhverjir hafa gefið heitið delta-plús virðist eiga auðveldara með að dreifa sér en hefðbundið delta-afbrigði.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því á vef sínum að Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands (UKHSA) vinni nú að mati á hvort svo sé og skilgreinir því afbrigðið sem afbrigði til rannsóknar.

Engar sönnur hafa verið færðar á að það valdi alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Stökkbreytingin er í broddpróteini veirunnar sem ræðst á frumur líkamans.

Jafnframt telja vísindamenn að bóluefni veiti nægilega vörn gegn því en tilfellum af þeim stofni hefur fjölgað nokkuð á Bretlandseyjum undanfarið.

Um sex prósent nýrra smita eru rakin til delta-plús en sérfræðingar efast um að það breiðist mikið út eða komist framhjá vörnum bóluefna. Tilfelli delta-plús hafa greinst í Bandaríkjunum og nokkur í Danmörku en þeim hefur fækkað aftur.