Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Fréttir: Ardian kaupir Mílu

23.10.2021 - 12:18
Síminn hefur gert samkomulag við alþjóðlega sjóðsstýringafyrirtækið Ardian um sölu á öllum eignarhlut í fjarskiptafélaginu Mílu. Síminn hagnast um 46 milljarða króna á viðskiptunum. 

87 strákar í áttunda til tíunda bekk hafi fengið greitt fyrir að senda nektarmyndir eða ögrandi myndir af sér. Sérfræðingur hjá fyrirtækinu Rannsókn og greining segir talsvert um að drengir séu beðnir um að senda slíkar myndir. 

Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins segir Samkeppniseftirlitið vera komið út fyrir hlutverk sitt með því að gagnrýna hagsmunasamtök fyrir að taka þátt í opinberri umræðu um verðlagningu 

Einn reyndasti kvikyndagerðarmaður landsins segir að svo virðist vera sem að farið hafi verið á svig við allar reglur um skotvopn á tökustað þegar leikarinn Alec Baldwin varð tökustjóra að bana. 

Ekki verður lýst yfir goslokum í Fagradalsfjalli fyrr en eftir að minnsta kosti þriggja mánaða goshlé. Ekkert hraunrennsli hefur verið þar í fimm vikur. Land heldur áfram að rísa við Öskju.

Sveitarstjóri Skagafjarðar segir óboðlegt hvað hreinsunarstarf vegna olíumengunar frá bensínstöð N1 á Hofsósi hefur tekið langan tíma. Áætlað er að hreinsunin taki allt að tvö ár.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta, segir að liðið væri í slæmum málum í undankeppni HM ef það hefði ekki unnið Tékka í gærkvöldi. Ísland vann sannfærandi sigur, 4-0.

Veðurhorfur: Fremur hæg breytileg átt og væta með köflum, en þurrt að kalla norðan- og austanlands. Hiti þrjú til níu stig. Norðaustan fimm til þrettán og rigning með köflum víða um land seinnipartinn á morgun, en þrettán til átján norðvestantil annað kvöld.

Hádegisfréttir verða sagðar klukkan 12:20.

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV