Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fer yfir Rauðagerðisdóminn og gögn málsins

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari fer nú yfir dóminn í Rauðagerðismálinu og gögn málsins. Í samtali við Fréttablaðið segir hún að að því loknu verði tekin ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað.

Angjelin Sterkaj hlaut 16 ára dóm fyrir að hafa banað Armando Bequirai í febrúar en þrjú voru sýknuð. Dómum í manndráps er nær undantekningarlaus áfrýjað annað hvort af hinum dómfellda eða ákæruvaldinu. Þá kemur til greina að ákæruvaldið áfrýi dómum í málum þeirra allra, eða hluta þeirra. 

Sjá einnig: Segir Rauðagerðismálið eitt stærsta klúður lögreglu

Rannsókn lögreglu hefur verið gagnrýnd og gerði héraðsdómur meðal annars athugasemdir við hana. Lögreglan kýs að tjá sig ekki um rannsóknina eða vinnubrögð sín fyrr en málinu verður að fullu lokið.