Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Árás á raforkukerfi Afganistan á ábyrgði ISIS-K

23.10.2021 - 01:12
epa09538706 A general view of Kabul city in Kabul, Afghanistan, 22 October 2021. Lack of international recognition remains a pressing problem for the Taliban, who are not only geopolitically isolated but are also facing a major cash crunch after international financing institutions froze most of the funds Afghanistan has long relied upon for economic stability.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
ISIS-K, Khorasan-héraðs armur samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki kváðust í dag bera ábyrgð á sprengjuárás sem felldi háspennumöstur og olli víðtæku rafmagnsleysi í Kabúl höfuðborg Afganistan í gær.

Rafmagnsleysið olli miklum vanda í borginni og víðar og er að sögn áfall fyrir Talibanastjórnina sem hefur gengið illa að koma á jafnvægi í landinu. Nú eru tveir mánuðir síðan Talibanar hrifsuðu til sín völdin.

Í yfirlýsingu ISIS-K segir að hermenn kalífatsins hafi ætlað sér að valda tjóni á raforkugeira Afganistans. Landið reiðir sig sig á rafmagn frá nágrannaríkjunum Úsbekistan og Tadsíkistan en rafmagnslínur eru auðveld skotmörk hryðjuverkamanna.

Talibanar hafa heitið því að ganga milli bols og höfuðs á ISIS-K sem hafa framið mannskæð hryðjuverk í Afganistan, þar á meðal sprengjuárásir á alþjóðaflugvöllinn í Kabúl.

Fyrr í vikunni lýstu þau ábyrgð á sjálfsmorðsprengjuárás á Sjíta-mosku 15. október síðastliðinn í borginni Kandahar sem varð sextí manns að bana.