Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Tvær breytingar í byrjunarliðinu sem mætir Tékkum

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú

Tvær breytingar í byrjunarliðinu sem mætir Tékkum

22.10.2021 - 17:21
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá því í síðasta leik gegn Hollandi fyrir leikinn gegn Tékklandi í kvöld. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Guðrún Arnardóttir koma inn fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur.

Þorsteinn sagði á blaðamannafundi í gær að allir leikmenn væru heilir og klárir í slaginn en áður hafði Selma Sól Magnúsdóttir komið inn í hópinn í stað Elínar Mettu Jenssen sem er meidd. 

Byrjunarliðið í leiknum gegn Tékklandi er eftirfarandi:

Mark:
Sandra Sigurðardóttir - Valur 37

Útileikmenn:
Hallbera Guðný Gísladóttir - AIK 120/3
Guðrún Arnardótir - Rosengård 11
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich 94/6
Guðný Árnadóttir - AC Milan 11
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Munich 8/3
Dagný Brynjarsdóttir - West Ham 93/30
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride 81/11
Agla María Albertsdóttir - Breiðablik 38/3
Berglind Björg Þorvaldsdóttir - Hammarby 53/7
Sveindís Jane Jónsdóttir - Kristianstads 9/2