Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Leita stúlku sem hvarf af tjaldsvæði um helgina

22.10.2021 - 06:47
epa09531364 An undated handout photo made available by the Western Australia Police Force shows four-year-old Cleo Smith, who was last seen at 1.30am on 16 October 2021, in a tent at the Blowholes campsite on the coast at Macleod, some 50km north of Carnarvon, Western Australia (WA), Australia (issued 19 October 2021). WA Police, assisted by State Emergency Service (SES) personnel, drones and aircraft, is continuing the search for the missing four-year-old. The police hold grave fears for the girl and say all circumstances surrounding her disappearance are being considered.  EPA-EFE/WESTERN AUSTRALIA POLICE FORCE HANDOUT AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - WESTERN AUSTRALIA POLICE FORCE
Yfirvöld í Ástralíu heita einni milljón ástralíudala fyrir upplýsingar sem gætu leitt til þess að fjögurra ára stúlka finnist. Stúlkan, sem heitir Cleo, hvarf úr tjaldi fjölskyldu sinnar á tjaldsvæði í Macleod snemma á laugardagsmorgun.

Leitarsveitir hafa farið farið fótgangandi yfir torfærð svæði í kringum tjaldsvæðið, og einnig hefur verið leitað úr lofti og af bátum. Hvorki tangur né tetur hefur fundist af stúlkinni eða svefnpoka hennar. Lögregla telur nú líklegast að henni hafi verið rænt.

CNN hefur eftir Ellie Smith, móður stúlkunnar, að hún hafi síðast séð hana klukkan hálf tvö aðfaranótt laugardags. Þá kvaðst stúlkan þyrst og bað um vatn að drekka. Þær sofnuðu svo báðar eftir það. Þegar Smith vaknaði aftur klukkan sex að laugardagsmorgninum til að gefa yngri systur Cleo að borða, sá hún Cleo hvergi. 

Þau Smith og kærasti hennar, Jake Gliddon, eru vel kunnug svæðinu í kringum Macleod. Þau kváðust hafa leitað á stöðum í nágrenninu sem þau höfðu sjálf sótt þegar þau voru börn. Þegar hvergi sást til Cleo höfðu þau samband við lögreglu. 

Enginn liggur undir grun um að hafa numið Cleo á brott að sögn Jon Munday, rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni í Vestur-Ástralíu. Hann sagði lögreglu heldur enga ástæðu hafa til að efast um sannleiksgildi þess sem þau Smith og Gliddon hafa sagt. Ekkert hefur verið slegið af borðinu að sögn Munday og allir kimar kannaðir. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV