Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Leikstjórinn Joel Souza útskrifaður af sjúkrahúsi

epa09538189 (FILE) - US actor Alec Baldwin poses during the photocall for 'Seduced and Abandoned' at the 66th annual Cannes Film Festival in Cannes, France, 21 May 2013 (reissued 22 October 2021). According to law enforcement officials in the US state of New Mexico, one person has died and another was wounded after a prop firearm discharged on the set of the film 'Rust'. The incident took place at Bonanza Creek Ranch in New Mexico. US actor Alec Baldwin plays the namesake role in the film, and was reporteldy handling the weapon when it discharged.  EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Leikstjórinn Joel Souza útskrifaður af sjúkrahúsi

22.10.2021 - 13:16

Höfundar

Joel Souza, leikstjóri bandarísku kvikmyndarinnar Rust, sem varð fyrir voðaskoti við tökur myndarinnar í Nýju Mexíkó hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.

Leikkonan Frances Fisher sem fer með hlutverk í vestranum Rust hafði þetta eftir Souza sjálfum á Twitter í morgun. 

Það var svar við samúðarpósti leikkonunnar Patricia Arquette sem fagnaði tíðindunum og sendi öllum hlutaðeigandi sínar bestu kveðjur.

Souza, sem er 48 ára, var fluttur á sjúkrahús í borginni Santa Fe með skotsár eftir að skot hljóp úr byssu í höndum Alec Baldwin aðalleikara og framleiðanda við tökur myndarinnar í gær. Kvikmyndatökumaðurinn Halyna Hutchins lést af sárum sínum.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Baldwin varð tökumanni að bana og særði leikstjóra