Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Arsenal vann Aston Villa og er komið í níunda sætið

epa09540152 Pierre-Emerick Aubameyang of Arsenal (R) celebrates scoring his team's second goal during the English Premier League match between Arsenal London and Aston Villa in London, Britain, 22 October 2021.  EPA-EFE/NEIL HALL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Arsenal vann Aston Villa og er komið í níunda sætið

22.10.2021 - 21:55
Arsenal vann góðan 3-1 sigur á Aston Villa í fyrsta leik níundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Liðið kom sér með sigrinum upp í níunda sæti deildarinnar.

Fyrsta mark leiksins kom á 23. mínútu þegar Thomas Partey skallaði hornspyrnu Emile Smith Rowe í markið. Rétt undir lok fyrri hálfleiks fengu Arsenal-menn svo vítaspyrnu eftir að Matt Targett braut á Alexander Lacazette. Pierre-Emerick Aubameyang fór á punktinn en Emiliano Martinez í marki Villa-manna varði spyrnuna. Aubameyang tók hins vegar frákastið og 2-0 fyrir Arsenal í hálfleik. 

Eftir ellefu mínútna leik í seinni hálfleik skoraði Rowe þriðja mark Arsenal eftir að hafa unnið boltann á eigin vallarhelming. Gestirnir skoruðu svo sárabótamark á 82. mínútu þegar Jacob Ramsey kom boltanum í netið. 3-1 lokatölur og Arsenal lyftir sér upp í níunda sæti deildarinnar. Aston Villa situr enn í því þrettánda.