Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Alec Baldwin segist harmi lostinn

22.10.2021 - 16:55
epa03880137 US actor Alec Baldwin (L) and his daughter US model Ireland Baldwin (R) arrive for the 65th Primetime Emmy Awards held at the Nokia Theatre in Los Angeles, California, USA, 22 September 2013. The Primetime Emmy Awards celebrate excellence in national primetime television programming.  EPA/MIKE NELSON
 Mynd: EPA
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Alec Baldwin segir á Twitter að hann sé harmi lostinn eftir að skotið kvikmyndatökumann til bana á tökustað í Nýja Mexíkó í gær. Halyna Hutchins lést af voðaskoti úr leikmunabyssu sem leikarinn var með í höndunum. Leikstjóri myndarinnar Rust sem verið var að taka upp særðist.

Baldwin segist ekki eiga nein orð til að lýsa því áfalli og sorg sem hann hafi valdið með voðaskotinu. Halyna Hutchins hafi verið eiginkona og móðir og dáð af samstarfsfólki hennar. Hann segir á Twitter að hugur sinn sé hjá eiginmanni hennar og syni og öllum sem þekktu hana og unnu. 

Yfirvöld í Nýja Mexíkó rannsaka hvers konar skotfæri voru notuð í byssuna sem notuð var við upptöku myndarinnar. Upptökum á henni hefur verið frestað. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV