Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Fyrrverandi hershöfðingi reynir stjórnarmyndun

21.10.2021 - 15:09
epa09536082 Romania's Prime Minister-designate Nicolae Ciuca, assisted by Romania's president Klaus Iohannis (not pictured), delivers a statement shortly after being nominated to form a new cabinet, in Bucharest, Romania, 21 October 2021. Following the collapse of the Citu cabinet on 05 October 2021 due to a no-confidence vote in parliament, and the failure of nominated premier Ciolos to pass his cabinet trough a confidence vote on 20 October, Ciuca was nominated as Prime Minister by Romania's President. Ciuca must pass his cabinet through the parliament procedures, in order to be validated. Nicolae Ionel Ciuca, 54, now acting Defense Minister, is a Romanian politician and retired general of the Romanian Army, who served in Iraq war as Chief of Staff of Romanian forces, and, for a short term, he was leading a caretaker government in December 2020.  EPA-EFE/ROBERT GHEMENT
 Mynd: EPA-EFE
Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, fól í dag Nicolae Ciuca, fyrrverandi hershöfðingja, að mynda ríkisstjórn og binda þannig enda á stjórnarkreppu sem hefur varað í landinu í meira en mánuð. Ciuca hefur að undanförnu gegnt embætti varnarmálaráðherra til bráðabirgða. Hann stýrði rúmenska herliðinu þegar það tók þátt í aðgerðum í Írak og Afganistan ásamt Bandaríkjamönnum og fleiri þjóðum á árunum 2001 til 2004.

Ciuca sagði þegar hann ræddi við rúmenska fjölmiðla eftir tilnefninguna að hann ætlaði að ræða við alla „ábyrga“ flokksleiðtoga um að mynda stjórn. Hann hefur tíu daga til stjórnarmyndunarinnar og að fá traustsyfirlýsingu þingsins. Það samþykkti fyrr í mánuðinum vantraust á ríkisstjórn Florins Citus.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV