Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tilþrifamikill viðsnúningur Man Utd

epa09535079 Manchester United's Cristiano Ronaldo celebrates after scoring the 3-2 lead during the UEFA Champions League group F soccer match between Manchester United and Atalanta BC in Manchester, Britain, 20 October 2021.  EPA-EFE/Peter Powell
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Tilþrifamikill viðsnúningur Man Utd

20.10.2021 - 21:01
Manchester United fór á toppinn í F-riðli meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld þrátt fyrir að lenda í basli á heimavelli gegn Atalanta. Ítalska liðið komst í 0-2 forystu í fyrri hálfleik en heimamenn á Old Trafford sneru taflinu við og skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik og fögnuðu 3-2 sigri.

Mario Pasalic náðu forystunni fyrir Atalanta á 15. mínútu og Merih Demiral jók forystuna í 2-0 á 29. mínútu og var það staðan í hálfleik. Leikmenn Man Utd mættu ógnarsterkir til seinni hálfleiks og höfðu algera yfirburði eftir þetta. Marcus Rashford minnkaði muninn í 1-2 á 53. mínútu, Harry Maguire jafnaði í 2-2 á 75. mínútu og Cristiano Ronaldo skoraði sigurmark Man Utd á 81. mínútu.

Í hinum leik riðilsins vann Villareal 1-4 útisigur á Young Boys í Sviss og þýða þessi úrslit að litlu munar á öllum liðum í riðlinum. Man Utd er með 6 stig á toppnum, Atalanta með 4 stig, Villareal 4 stig og Young Boys 3 stig.

Juventus og Chelsea efst í H-riðli

Í H-riðli er Juventus með fullt hús stiga eftir 0-1 sigur á Zenit í Pétursborg og Chelsea í 2. sæti með 6 stig eftir 4-0 sigur á Malmö.

Fyrsta mark Barcelona

Barcelona komst loks á blað eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppninni án þess að skora. Gerard Piqué skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri á Dynamo Kyiv.

Úkraínska liðið átti ekki eitt einasta markskot í leiknum. Barcelona er nú með þrjú stig í 3. sæti E-riðils eftir þrjá leiki með markatöluna 1-6 en Kænugarðsmenn eru með 1 stig í botnsætinu. Bayern Munchen er með fullt hús stiga á toppnum, 9 stig, eftir 0-4 sigur á Benfica sem er í 2. sæti með 4 stig.

E-riðill

Barcelona - Dynamo Kyiv 1-0
Benfica - Bayern München 0-4

F-riðill

Man Utd - Atalanta 3-2
Young Boys - Villareal 1-4

G-riðill

Salzburg - Wolfsburg 3-1
Lille - Sevilla 0-0

H-riðill

Chelsea - Malmö 4-0
Zenit Pétursborg - Juventus 0-1

STAÐAN Í RIÐLUNUM