Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fréttir: Í meðferð á vinstra auga en blindur á hægra

20.10.2021 - 18:42
Karlmaður, sem fór í meðferð hjá augnlækni á vinstra auga en kom blindur út á því hægra, er ósáttur við þá skoðun Landlæknis að mistök hafi ekki verið gerð. Upplýsingagjöf augnlæknis til mannsins er talin ámælisverð.

Ekkert bendir til að átt hafi verið við kjörgögn í Norðvesturkjördæmi, en fólk var þó á staðnum í fjarveru yfirkjörstjórnar, samkvæmt lögreglurannsókn. Lögreglan hefur sektað yfirkjörstjórnina fyrir brot á kosningalögum, en hún ætlar ekki að borga.

Fólk er beðið um að forðast sjóböð undan norðurströnd Reykjavíkur þegar óhreinsað skólp frá tugþúsundum heimila á höfuðborgarsvæðinu rennur út í sjó næstu vikurnar. Kólígerlamengun mun margfaldast.

Hátt orkuverð í Evrópu hefur viðtæk áhrif á stórkaupendur raforku víða á meginlandinu. Frakkar hafa þurft að loka fyrirtækjum og óskað var eftir aðstoð stjórnvalda á neyðarfundi í gær. 

Grímuskylda var afnumin að fullu á miðnætti. Framhaldsskólanemar og hársnyrtar fagna innilega, enda hafa sum þurft að bera grímu í næstum tvö ár. Bareigendur eru hins vegar margir ósáttir við sitt hlutskipti. 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV