Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Nefndarmenn fylgjast með talningu á ónotuðum seðlum

Mynd með færslu
 Mynd: Elsa María Guðlaugs Drífudót - RÚV
Þrír nefndarmenn undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa eru komnir til Borgarness þar sem þeir fylgjast með fulltrúum frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis og sýslumanninum á Vesturlandi telja ónotaða atkvæðaseðla frá því í Alþingiskosningunum.

Seðlarnir eru taldir í því skyni að stemma fjöldann af við þá sem voru notaðir í kosningunum og taldir í kjölfarið. Ónotuðu seðlarnir voru sóttir í innsiglaða fangageymslu í morgun. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, rauf innsiglið og þingmennirnir fylgdust með. 

Þeir nefndarmenn sem fylgjast með talningunni eru Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. 

Um hádegisbil koma aðrir nefndarmenn í Borgarnes og fundur nefndarinnar með yfirkjörstjórn hefst klukkan hálfeitt þar sem búast má við yfirkjörstjórnin geri grein fyrir niðurstöðum úr talningunni í dag. 

Mynd með færslu
 Mynd: Elsa María Guðlaugs Drífudót - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Elsa María Guðlaugs Drífudót - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Elsa María Guðlaugs Drífudót - RÚV