Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

COP26: Draumaútkoman sameiginleg sýn leiðtoganna

19.10.2021 - 09:40
Mynd: Shutterstuck / RÚV
Það styttist í 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst nú í lok október í Glasgow í Skotlandi. Sagt hefur verið að ráðstefnan verði úrslitastund fyrir heiminn og nauðsynlegt að árangur náist. Morgunútvarpið ætlar fram að ráðstefnunni að rýna í málið og draga fram hinar ýmsu hliðar loftslagsumræðunnar.

Gestir Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun voru þeir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Rafn Helgason, sérfræðingur á sviði loftslagsmála hjá Umhverfisstofnun. Þeir ræddu komandi lofstlagsráðstefnu en Árni hefur farið á ótal loftslagsráðstefnur í gegnum tíðina og Rafn er á leið á sína fyrstu.

Árni segir helsta mál þessarar ráðstefnu verða hversu mikið ríki séu tilbúin að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Rafn segir draumaútkomuna að leiðtogar heimsins komi saman og finni sameiginlega sýn. Að sjá ábatann af því að draga úr losun og fara í þetta stóra ferli. 

Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

gigjah's picture
Gígja Hólmgeirsdóttir
dagskrárgerðarmaður
runarroberts's picture
Rúnar Róbertsson
dagskrárgerðarmaður