Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ólympíueldurinn tendraður á ný

epa09528414 Greek actress Xanthi Georgiou (R), playing the role of High Priestess, lights the flame during the rehearsal of the Olympic flame lighting ceremony for the Beijing 2022 Winter Olympics, at the Ancient Olympia site, in southern Greece, 17 October 2021.  EPA-EFE/VASSILIS PSOMAS
 Mynd: EPA-EFE - ANA-MPA

Ólympíueldurinn tendraður á ný

18.10.2021 - 10:19
Þó aðeins séu um tveir mánuðir síðan Ólympíuleikunum í Tókýó lauk og Ólympíueldurinn þar slökktur, hefur hann verið tendraður á ný. Ólympíueldurinn var tendraður í Ólympíu í Grikklandi í morgun og heldur nú til Kína.

Í Kína fer svo af stað kyndilhlaup með Ólympíueldinn á miðvikudag og verður hlaupið með kyndilinn víðs vegar um Kína. Kyndilhlaupinu mun svo ljúka í Peking, höfuðborg Kína 4. febrúar þegar vetrarólympíuleikarnir verða settir þar.

Vetrarólympíuleikarnir munu standa yfir frá 4. febrúar til og með 20. febrúar. Setningarhátíðin verður haldin á Ólympíuleikvanginum, Fuglshreiðrinu, sem þjónaði sama tilgangi á sumarólympíuleikunum 2008. Sýnt verður frá vetrarólympíuleikunum í Peking í febrúar og frá Ólympíumóti fatlaðra í mars á rásum RÚV.