Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hvað útskýrir núverandi vöruskort og verðhækkanir?

Mynd: RÚV / RÚV
Hækkanir á ýmiss konar vöru og þjónustu hafa verið áberandi í umræðunni síðustu daga. Bensínverð hefur rokið upp, húsnæðisverð helst hátt og vart hefur orðið við margs konar verðhækkanir á almennri þjónustu. Þá hefur vöruskortur líka áhrif á verð, en ýmis vandamál varðandi aðföng og flutninga á tímum heimsfaraldurs hafa komið upp.

Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka rýndi í stöðuna í Morgunútvarpi Rásar 2

Björn bendir á að efnahagur á heimsvísu stóli á að alþjóðlega virðiskeðjan gangi smurt fyrir sig. Vörur þurfa að komast leiðar sinnar, verksmiðjur þurfa að vera opnar og hafnar- og flugsamgöngur þurfa að geta annað flutningsþörfinni. Allt þetta hefur riðlast vegna heimsfaraldursins og ekki er víst hvenær sér fyrir endann á þessari stöðu. Því ríkir nú alþjóðleg verðbólga sem hefur t.d. áhrif hér á Íslandi.

Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.