Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka rýndi í stöðuna í Morgunútvarpi Rásar 2.
Björn bendir á að efnahagur á heimsvísu stóli á að alþjóðlega virðiskeðjan gangi smurt fyrir sig. Vörur þurfa að komast leiðar sinnar, verksmiðjur þurfa að vera opnar og hafnar- og flugsamgöngur þurfa að geta annað flutningsþörfinni. Allt þetta hefur riðlast vegna heimsfaraldursins og ekki er víst hvenær sér fyrir endann á þessari stöðu. Því ríkir nú alþjóðleg verðbólga sem hefur t.d. áhrif hér á Íslandi.
Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.