Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Lucy lögð af stað til Júpíters

17.10.2021 - 01:30
A United Launch Alliance Atlas V rocket carrying the LUCY spacecraft soars through a cloud as it lifts off from Launch Complex 41 at the Cape Canaveral Space Force Station, Saturday, Oct. 16, 2021, in Cape Canaveral, Fla. Lucy, will observe Trojan asteroids, a unique family of asteroids that orbit the sun in front of and behind Jupiter. (AP Photo/(John Raoux)
 Mynd: AP
Geimflaugin Lucy lagði upp í sannkallaða langferð þegar henni var skotið upp frá Canaveralhöfða á Flórídaskaganum árla morguns að staðartíma. Mikið sjónarspil fylgdi geimskotinu enda Lucy send fyrsta spölinn út í geim með heljarinnar Atlas-V eldflaug en síðan tekur Lucy sjálf við og er ætlað að fljúga ríflega sex milljarða kílómetra áður en yfir lýkur.

Áfangastaðurinn er Júpíter, nánar tiltekið tveir sveimar loftsteina, kenndir við Tróju, sem þjóta samferða gasrisanum umhverfis sólu, annar þeirra aðeins á undan Júpíter en hinn aðeins á eftir. Þessir loftsteinar, átta í allt, eru meginviðfangsefni leiðangursins, sem áætlað er að taki um 12 ár.

„Hver einasti þessarra ósnortnu loftsteina er hluti af sögu sólkerfisins og okkar sjálfra,“ segir Thomas Zurbuchen, yfirmaður hjá Bandarísku geimferðastofnuninni NASA.

Könnunarflaugin Lucy heitir í höfuðið á einni elstu beinagrind af mannapa sem til er. Hún - eða steingervingur hennar öllu heldur - fannst í kalknámu í Suður-Afríku skömmu fyrir síðustu aldamót og er talin allt að 3,5 milljóna ára gömul.