Hellisheiði var lokað í austurátt um tíma laust eftir hádegið vegna umferðaróhapps. Talsverð hálka er á þessum slóðum og í morgun lentu nokkrir bílar í vandræðum vegna krapa og hálku.
Rannveig Brynja Sverrisdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að slysið hafi verið minniháttar. Vörubifreið hefi þverað veginn og heiðinni hafi verið lokað á meðan bíllinn var fjarlægður. Búist er við því að lokunin standi stutt yfir.