Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bandarískum trúboðum og fjölskyldum þeirra rænt á Haítí

epa09428237 A police station in the Martissant neighborhood, a neighborhood controlled by armed gangs, in Port-au-Prince, Haiti, 24 August 2021. The main armed gangs in Haiti affirmed two days ago that they have accepted a truce to allow the distribution of humanitarian aid to the thousands affected by the 7.2 magnitude earthquake of 14 August. Insecurity has been one of the main complications in getting aid to south-west Haiti, especially due to the presence of armed gangs in the Martissant neighborhood, a neighborhood that has to be passed by land to reach that area.  EPA-EFE/Orlando Barria
Mikil örbirgð er á Haítí, innviðir í molum og glæpagengi vaða þar uppi.  Mynd: epa
Minnst fimmtán Bandaríkjamönnum, trúboðum og fjölskyldum þeirra, var rænt skammt frá Port-au-Prince, höfuðborg Haítí í gær, laugardag. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmanni innan lögregluyfirvalda á eyjunni.

Hermt er að 15 til 17 manns hafi verið í hópnum, þar á meðal allmörg börn. Fólkið er sagt í haldi vopnaðrar glæpaklíku sem hefur framið fjölda mannrána á svæðinu milli Port-au-Prince og landamæra Dóminíska lýðveldisins að undanförnu og krafist lausnargjalds fyrir gísla sína.