Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Selfoss jafnaði á lokasekúndunni í Evrópuleiknum

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú

Selfoss jafnaði á lokasekúndunni í Evrópuleiknum

16.10.2021 - 21:12
Selfoss náði dramatísku jafntefli við Jeruzalem Ormoz frá Slóveníu 31-31 í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópubikars karla í handbolta á Selfossi í kvöld. Einar Sverrisson jafnaði leikinn á lokasekúndunni.

Slóvenska liðið var tveimur mörkum yfir í hálfleik 14-16 og var þremur mörkum yfir, 31-28 þegar komið var fram á næst síðustu mínútu leiksins. Selfyssingar skoruðu þrjú mörk á þeim tíma sem eftir lifði og Einar Sverrisson jöfnunarmarkið á lokasekúndunni.

Einar og Alexaner Már Egan voru markahæstir í liði Selfoss með 8 mörk hvor. Selfoss var tveimur mörkum undir í hálfleik, 14-16. Seinni leikur liðanna verður í Slóveníu um næstu helgi.

Selfoss - Jeruzalem Ormoz 31-31

Fyrr í dag fóru Haukar langleiðina með að tryggja sig áfram í þriðju umferð þegar þeir unnu stórsigur í fyrri leik sínum gegn Parnassos Strovolou á Kýpur, 25-14.

FH ingar mættu svo ofjarli sínum í hvíttrússneska atvinnumannaliðinu SKA Minsk. Niðurstaðan varð 8 marka tap FH, 37-29 í fyrri leik liðanna svo staða FH í einvíginu er vægast sagt erfið.

Tengdar fréttir

Handbolti

Erfið staða hjá FH en Haukar í góðum málum