Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Bækur í blóma þrátt fyrir öfluga aðra miðla

Mynd: RÚV - Eggert Þór Jónsson / RÚV

Bækur í blóma þrátt fyrir öfluga aðra miðla

16.10.2021 - 07:48

Höfundar

Það virðist ekki vera neitt lát á bókaútgáfu þrátt fyrir öfluga samkeppni frá öðrum miðlum, streymisveitum og samfélagsmiðlum. Bókaútgefendur þurftu að skila inn skráningu í Bókatíðindi í þessari viku og jólabókaflóðið verður á sínum stað þrátt fyrir að bókaútgáfan hafi dreifst meira yfir árið á síðustu árum.

Bækur í samspili við aðra miðla

Gróska í barna- og ungmennabókaútgáfu undanfarin ár hefur komið mörgum gleðilega á óvart. Svo virðist sem börn og unglingar sæki í bækur sem nokkurs konar mótvægi eða samspil við aðra miðla eins og tölvuleiki og myndbönd.

Spegillinn ræddi við þau Pétur Má Ólafsson útgefanda og stjórnarmann í Félagi íslenskra bókaútgefenda og Brynhildi Björnsdóttir blaðamann og og gagnrýnanda um bókaútgáfu hér á landi á á liðnum árum og þróun hennar.  Hvers konar bækur eru gefnar út? 

Heyra má viðtölin við Pétur Má og Brynhildi í spilaranum hér að ofan.