Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Vantar heildarstefnu um fjarnám frá stjórnvöldum

15.10.2021 - 13:05
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Björgvin Kolbeinsson
Undanfarna daga hefur skapast töluverð umræða um framboð á fjarnámi hjá íslenskum háskólum. Háskóli Íslands hefur sætt gagnrýni fyrir að vera ekki í takt við tímann þegar kemur að fjarnámi. Morgunútvarpið kannaði hvernig málum væri háttað annars staðar.

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, var á línunni í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. 

Sjá einnig: Hvernig stendur fjarnám í HÍ?

Eyjólfur rifjar upp að fjarnám við Háskólann á Akureyri hófst fyrir rúmum tuttugu árum, þegar ákall kom frá Ísafirði að fá aðgang að námi í hjúkrunarfræði. Síðan þá hefur fjarnámið þróast og nú er áherslan á að bjóða upp á sveigjanlegt nám, þar sem áhersla er lögð á að skapa vettvang þar sem samskipti eru bæði rafræn og á staðnum. 

Eyjólfur segir umræðuna um fjarnám nauðsynlega og kallar eftir heildarstefnu frá stjórnvöldum um þetta mál. 

Hér má hlusta á viðtalið við Eyjólf í heild sinni.