Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tugir látnir í sprengjutilræði í mosku

15.10.2021 - 10:44
epa09524969 Taliban block the area after suicide bomb blasts during Friday congregational prayers at Shiite Muslims Mosque in Kandahar, Afghanistan, 15 October 2021. Casualities are feared as there are no confirmation of the numbers officially as yet. Afghanistan continues to be racked by violence since the Taliban swept back into power on 15 Augugust.  EPA-EFE/STRINGER
Talibanar lokuðu leiðum að Bibi Fatima moskunni eftir sprengingarnar. Mynd: EPA-EFE
Að minnsta kosti 37 létust þegar sprengjur sprungu í dag í Bibi Fatima moskunni í Kandahar í Afganistan. Um það bil sjötíu særðust að sögn borgaryfirvalda.

Moskan er sú stærsta í borginni þar sem síta-múslimar koma saman til bæna. Vitni segist hafa heyrt þrjár sprengjur springa, eina við aðaldyrnar, aðra í suðurenda byggingarinnar og þá þriðju þar sem moskugestir þvo sér áður en þeir ganga til bæna.

Fyrir réttri viku sprakk sprengja í þétt skipaðri síta-mosku í borginni Kunduz. Þar létust tugir og á annað hundrað særðust. Vígamenn Íslamska ríkisins í Afganistan lýstu því ódæði á hendur sér. Yfirvöld telja að þeir hafi einnig verið að verki í Kandahar í dag. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV