Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Breskur þingmaður stunginn til bana

15.10.2021 - 13:35
Conservative lawmaker David Amess attends the Paddy Power Political Book Awards at the BFI IMAX, Southbank, London, on Jan. 28, 2015. British police say a man has been arrested after a reported stabbing in eastern England. News outlets say the victim is Conservative lawmaker David Amess. The Essex Police force said officers were called to reports of a stabbing in Leigh-on-Sea just after noon Friday. It said “a man was arrested shortly after & we’re not looking for anyone else.” (Ian West/PA via AP)
 Mynd: AP - PA
Breskur þingmaður, David Amess, lést af sárum sínum eftir að maður réðst að honum með hnífi í dag og stakk hann mörgum stungum. Hlúð var að honum á árásarstaðnum og hann síðan fluttur með þyrlu á sjúkrahús, þar sem hann lést.

David Amess var þingmaður Íhaldsflokksins. Hann var á fundi í kirkju í smábænum Leigh-on-Sea í kjördæmi hans í Essex þegar maður gekk að honum og stakk hann margsinnis. Vopnaðir lögreglumenn hröðuðu sér á staðinn þegar tilkynnt var um árásina. Þeir handtóku árásarmanninn á staðnum og lögðu hald á hnífinn. Enn hefur ekkert verið gefið upp um ástæðu árásarinnar.

Margir breskir þingmenn hafa fordæmt árásina á samfélagsmiðlum, þeirra á meðal Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins. Boris Johnson forsætisráðherra hefur afboðað viðtal sem hann ætlaði að mæta í síðdegis.

Fréttin hefur verið uppfærð.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV