Mótherjar Víkings á laugardag hefur unnið þetta afrek fjórum sinnum. Fyrst 1983 og svo aftur 1984, 1993 og 1996. KR hefur jafn oft unnið Íslandsmótið og bikarkeppnina sama árið og gerði það raunar fyrst liða. KR vann sínar tvennur 1961, 1963, 1999 og svo 2011. KR er jafnframt síðasta liðið til að vinna tvennuna á Íslandi.
Að auki hafa svo Valur (1976) og ÍBV (1998) tekist að vinna báða titla á einu og sama tímabilinu. Víkingur gæti því með sigri á ÍA í bikarúrslitunum á laugardag orðið fimmta félagið sem vinnur tvennuna, þar sem Víkingur varð á dögunum Íslandsmeistari.
Skagamenn kláruðu Íslandsmótið hins vegar með stæl og unnu þrjá síðustu deildarleiki sína. Þeir koma því borubrattir inn í úrslitaleikinn og ætla sér vitanlega ekkert annað en bikarinn og tryggja sér um leið Evrópusæti. Bikarúrslitaleikur ÍA og Víkings hefst klukkan 15:00 á Laugardalsvelli á laugardag og hefur miðasala gengið vel hjá báðum félögum.
Afrek KR árið 1999 er einstakt að því leyti að kvenna liðið vann einnig tvöfalt það ár.
KR: 1961
KR: 1963
Valur: 1976
ÍA: 1983
ÍA: 1984
ÍA: 1993
ÍA: 1996
ÍBV: 1998
KR: 1999
KR: 2011 https://t.co/TsWHkJHIqg— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) October 11, 2021